Um okkur

Við byrjuðum að þróa íþróttateip sumarið 2023, þar sem við lögðum áherslu á límið og efnið í teipinu. Við erum mjög ánægð með teipið sem við erum komin með í hendurnar og tölum við af reynslu þar sem við höfum alla okkar tíð verið að æfa fimleika og erum einnig með bakgrunn sem sjúkraþjálfari og íþróttafræðingur.

Okkar markmið er að bjóða uppá íþróttateip í góðum gæðum og á fínu verði. Við erum nú þegar í samstarfi við nokkur íþróttafélög á Íslandi og vonumst eftir samstarfi við enn fleiri íþróttafélög í framtíðinni.